Monday, December 3, 2007

JÁHÁ...

Ok svo sem engar fréttir frá London, nema ég á afmæli í dag... loksins orðin 20 ára, búin að bíða eftir því svo lengi ;).
En ég fæ það skemmtilega hlutverk í dag að læra undir próf á afmælisdeginum mínum, ekki það að ég er nú orðin vön því eftir öll þessi ár í skóla.
En set inn hérna eina jólamynd frá London, komið upp smá jólaskraut í bænum og mér fannst þetta soddið flott :)
En bara hvað 3 vikur í heimkomu.. hlakka til að sjá alla..
see ya

Wednesday, November 7, 2007

Lion King VÁÁÁÁ!!!!!

Við fórum á lion king í gær... og vá.. þetta er það flottasta sem ég hef séð. Vorum frekar nálægt sviðinu svo sáum allt... vorum eitthvað á 4 eða 5 bekk ;), fékk góðan stúdentaafslátt fyrir mig ;). En vá manni leið eins og maður væri kominn inn í frumskóg.. og alla sýninguna var ég ok hvernig ætli þeir geri þetta atriði... og þeir gerðu það alltaf miklu flottara en ég hefði nokkurn tímann geta ímyndað mér... bara allir sem fara til london eða new york.. bara skylda að fara á þetta... er enn í vímu ;)

but must study... see ya

Sunday, November 4, 2007

Hnetubrjóturinn

Var að panta miða á hnetubrjótinn 19 des í London Coliseum. Svo við erum að fara á ballett ;) hehe held það verði soddið gaman. Erum í miðsvölunum og frekar aftarlega ;) en bara tek kíki með mér ;).

Fór svo í dag í Japan Center og keypti fullt af japönskum mat. Var að leita að ákveðnum sósum og kryddum til að geta gert eins og var gert á japanska veitingastaðnum mínum. Var búin að skrifa allt á voða flottan miða og svona... en neinnei auddað allt á japönsku þarna, allar merkingar og allt.. ég skildi ekki neitt. Fann svona sitt og hvað því mundi hvernig leit út og svona.. og svo þurfti Ingvi að spurja um afganginn því ég skammaðist mín eitthvað svo að gera það ;)
En bjuggum til Tonpei Yaki í kvöld... sem tókst bara ógeðslega vel :D

Og já svo skeði sá merkilegi atburður í dag að ég fór inn í búðina mína hérna á horninu :D Pixie moon.. :D og hún er ógeðslega flott.

Alone again

Jæja nú var fjölskyldan hjá mér í viku.. eða siggi og mamma voru í viku en berglind og steinunn bara í 3 daga. Komu þau ekki með fullt af góðgæti frá íslandi... til dæmis íslenskan lakkrís... en hans sakna ég ekkert smá mikið. Siggi og mamma bara algjörar hetjur... fóru bara út um allt að skoða (ég var með smá áhyggjur að þau myndu tínast hérna í london) og ég kíkti svo alltaf á þau þegar búin í skólanum. Við hoppuðum til dæmis inn á brautarpall 9 3/4 í kings kross til að komast í Hogwart skólann ;)
En það er alveg fáránlegt að þegar maður býr á staðnum þá einhvernveginn fer maður aldrei að skoða neitt.... bara ææ kíki á þetta safn seinna. Siggi og Mamma skoðuðu á þessum dögum sem þau voru hérna miklu meira en ég hef skoðað á þremur mánuðum. Verð að fara að koma mér út um helgar og kíkja á einhver söfn and so on.
En lærdómurinn safnaðist nú aðeins upp þessa viku svo ég er að reyna að vera dugleg í dag og læra :(.

Svo eftir tvær vikur fer ég til Brighton með skólanum sem vonandi verður gaman :D

Smá fréttir svo af heiman... hún Tinna mín er búin að eignast drenginn sinn.. sem er ekkert smá mikil krúsidúlla... Til hamingju Tinna og Bjarka :D

Monday, October 8, 2007

Vikurfrí :)

Búin að vera í vikufríi.. sem var frekar nice eftir þriggja vikna brjálæði. Íris og Dóra kíktu til okkar í viku og fóru í morgun :(. Var geðveikt gaman að fá þær... einhvern frá íslandi... kunnugleg andlit... engir tungumálaörðugleikir.. ;) bara mjög auðvelt að skilja þær og tala við þær hehe
En við kiktum á Tate modern safnið sem er svona nútíma listasafn.. og það var ótrúlega flott.. var líka svona sæt 8 metra kónguló fyrir utan safnið sem verður þar næstu vikurnar. Svo var kíkt í bæinn.. og labbað og labbað og labbað ;) og kítkum smá út á lífið... í soho :o
Ég fékk svo úr prófunum mínum í gær.. var geðveikt stressuð ætlaði ekki að þora að kíkja á þetta.... en mér gekk bara vel, bara mjög vel :D var ógó ánægð með það.. smá svona orku/egó púst sem mar fær fyrir framhaldið ;)
Svo eru bara 20 dagar í familiíuna ;)
Fann einmitt geðveikt stóran skemmtigarð rétt fyrir utan London sem ég siggi og Ingvi kíkjum kannski á meðan stelpurnar fara að versa ;)

Friday, September 21, 2007

Madness

Ég er komin í madness fékk svo að heyra í dag að eftir 4 okt þá verði sko MADNESS..... að þetta væri bara létt og þægilegt núna :o ekki það að þetta er ekkert erfitt bara MJÖG langir dagar.. þarf að læra allavega 24 tíma á dag og frekar mikið að fara yfir... svo já MADNESS....

úffff ætli ég verði ekki bara að fara að sofa svo ég geti nú lært í 24 tíma á morgun þar sem það er svo SKEMMTILEGT... hlakka ekkert smá til

over and out

Sunday, September 16, 2007

Bakstur og kökukefli

Mér finnst maturinn svo ekki góður hérna... svo ég ákvað að fara að baka... byrjaði bara létt á lummum... sem voru mjög góðar. Svo lét eg þau heima senda mér hrærivél sem ég fékk einhverntímann og hef aldrei notað ;) og byrjaði að gera snúða og brauðbollur. Nema mig vantaði eitt.. kökukefli til að geta flatt út snúðana. Og ég er að tala við mömmu í símann og biðja hana um að senda mér uppskriftirnar þegar hún kemur með þessa brilliant hugmynd að nota bara einhverja flösku eins og hvítvínsflösku til að nota þangað til ég fæ kökukefli. Ég átti eina hvítvínsflösku inn í skáp.. svona hræódýr með skrútappa... svo mar var náttúrulega bara að byrja að drekka hvítvínsflöskuna. Svo ég og Ingvi elduðum okkur mat og byrjuðum á þessu. Svo þvæ ég og fylli hvítvínsflöskuna af vatni til að gera hana smá þunga og set skrútappan á og byrja að fletja út... og viti menn þetta er bara besta kökukefli sem ég hef á ævinni prufað ;) Bara tré, marmara, tupperware og öll hin kökukeflin sem ég hef prufað bara hnuss.... hvítvínsflaskann bara langbest ;) Og snúðarnir heppnuðust bara mjög vel ;)

Wednesday, September 5, 2007

íbúðin mín





Ég ætla að láta smá myndir af íbúðinni... er að reyna að læra stærfræði núna... fékk smá reality sjokk í gær.. ekkert smá mikið sem ég þarf að fara yfir og ég þarf að ná þessum prófum í lok sept... orðin smá kvíðin... en jæja.. bara læra meira.. held ég
En loksins komin með netið...
Fór í gær á æðislegan japanskan veitingastað.. og ekki sushi stað heldur svona öðruvísi japanskur matur.. geðveikt góður og þeir elduðu allt fyrir framan mann ætla pottþétt þangað aftur ;)

Tuesday, August 28, 2007

Flutt inn

Jæja loksins flutt inn... þótt við höfum þennan ömurlega landlord reynum við bara ekki að hugsa um það. Keyptum geðveikt ódýra skápa í svefnherbergið með óbrjótanlegum hliðum (þar sem þær eru úr efni) ;) en kemur samt bara ágætlega út... skal senda myndir um leið og ég kem mér upp myndasíðu ;)
Netið kemur eflaust eftir svona 2 vikur svo þá fer ég að geta bloggað meira, sett inn myndir og spjallað meira á skype.

Eg þarf svo að læra af reynslunni hérna í London... sumir hlutir sem ég geri hérna eru rosalegir. tók vitlausan strætó um daginn og endaði í south kengsington og lengra en það á einhverjum kings road þar sem voru allar Gucci og fínu búðirnar og ég bara woww.. er þetta svona nálægt mér.. neinei ég komin hinum megin í borgina tók mig um klukkutíma að komast til baka.. Undergroundið er miklu léttara.. ómögulegt að villast þar ;).. svo tekst mér að klúðra hinum ýmsu hlutum... ótrúleg í þessu en geri samt bara mistökin einu sinni... ;););) reyni allavega að segja sjálfri mér það

En já síðasta vikan í enskuskólanum og svo byrjar alvaran 10 sept... fæ viku í frí en held ég verði nú bara að læra þá... verð að fara að kíkja á þetta efni sem ég á að fara´i próf í í lok sept.. en jæja verð að þjóta

see ya

Monday, August 20, 2007

Hversu mikið vesen getur það verið að fá íbúð

ok vó.. aldrei lent í öðru eins... en við áttum að flytja í íbúðina okkur síðasta laugardag. Mættum og íbúðin var tóm.. en kallinn ætlaði að vera löngu búinn að koma með húsgöng. Svo við fórum til baka alveg brjáluð á leigumiðlunina og þau búin að vera að vesenast í þessu fyrir okkur en vonandi getum við flutt inn á miðvikudaginn.... En já þessi breti... ótrúlegur.... ekkert tímaskyn.. og þeir sem þekkja mig er ég mjög tímalega alltaf... svo þetta fer ótrúlega í taugarnar á mér..
En er með 45 fermetra íbúð... svo stór og góð stofa til að koma í heimsókn og gista í hjá mér... Bara allir velkomnir sem koma vilja :D:D:D:D lofa samt ekki góðum kvöldmat í hvert mál því ég kann ekkert að elda. Fengum samt bók sem er svona eldamennska 101 svo kannski fer ég að læra eitthvað á næstu vikum :)
En já blogga aftur þegar þetta íbúðavesen er búið... þá verða þetta eflaust aðeins glaðlegri blogg...;)
+ er búin að finna svo mikið af geggjuðum verslunum.. vá... man varla hvar helmingurinn er... þarf að taka penna og blað með mér og skrifa niður um leið og sé kúl verslun ;)

en see ya

Wednesday, August 8, 2007

Draumíbúðin.. hmmm?

Fann mér pínuoggpínponsu en ótrúlega sæta íbúð sem ég ætla að bjóða í á morgun.. gá hvort ég fæ hana... fínu hverfi og alles...

Fáið framhald næstu daga hvort ég fæ hana... ;)

spennandi... daadarAdAA ;) framhald í næsta þætti

;)

Sunday, August 5, 2007

Blessaður Davíð Oddsson

Ok nú er maður komin til London. Eg byrjaði strax í skólanum og vá... miklu meira en ég hélt.. er alveg frá 10 til hálf fimm í skólanum. En það er svo sem bara fínt... veitir ekki af að læra þessa ensku. Þau eru rosalega fín kennararnir og nemendurnir og fylgst rosalega vel með manni.. hvað þarf að bæta og hvernig á bæta það og blablabla..
En við erum að leita að íbúð.. nokkurn vegin búin a finna okkur hverfi sem okkur langar að lifa í :) Og ég loksins komin með breskan bankareikning.. sem var by the way þvílíkt vesen... þessir bretar.. svo við ættum að geta millifært pening frá íslandi og farið að leigja okkur íbúð í þessari eða næstu viku :)
Hverfið sem við erum í núna er frekar óþægilegt finnst mér.. við erum eina hvíta fólkið hérna og alltaf fullt af löggubílahljóðum alla nóttina... og Ingvi sá þvílík slagsmál nokkrum götum neðar klukkan 2 á degi til. Þrír svartir gaurar að ráðast á einn hvítan gaur sem reyndar var með eitthvað prik.. og stóð sig víst bara ágætlega þarna á móti þessum fjölda. Stór tveggja hæða strætó og alles að horfa á um miðjan daginn. En samt gaman að upplifa þetta, reyndar eitt soddið pirrandi tekur mig klukkutíma að komast héðan í skólann.
En já hehehe.. þurfti að hringja til íslands um daginn í konuna sem við erum að leigja hjá og tala smá við hana. Og ég hringdi og maður svarar.. og ég er bara já er Blablabla við og hann bara já bíddu aðeins hún er hérna úti í garði og hann leitar og leitar og er alltaf að segja við mig bíddu aðeins ;). Svo að lokum segir hann heyrðu ég bara finn hana ekki get ég tekið skilaboð. Og ég bara já hérna ég er að hringja út af íbúðinni í London.... og hann bara Ha hún á enga íbúð i London... þetta er eitthvað vitlaust númer... og ég er bara Haa... ó ertu viss.. og hann bara Já þetta er Davíð Oddsson (þaðan kannaðist ég við röddina) og konan mín á enga íbúð í London ég er alveg viss um það... og ég bara úbss.. sorrry.... heheheh eitthvað vitlaust númer.. bæbæ ;)
Svo ég hringdi frá London til Davíð Oddssonar á Íslandi og talaði alveg við hann slatti mikið meðan hann var að leita að konunni sinni. Var með smá vitlaust símanúmer þarna ;) heheheh

En lofa að fara að blogga meira... Erum loksins komin með net í þessa íbúð svo á kvöldin verð ég eflaust eitthvað á msn og skype... ef einhverjir vilja heyra í mér... ;)

bæjó

Wednesday, July 25, 2007

3 dagar í þetta

Vá við erum ekkert að skilja að við erum að fara út.... eða allavega ekki ég.. Ingvi er nú eiginlega búinn að pakka öllu niður.. ég er enn bara að fara á kaffihús og kveðja alla.. varla byrjuð að pæla í því sem ég ætla að taka með út.... finnst þetta eitthvað mjög óraunverulegt.
En gaman gaman Helga, Kata og Gummi eru búin að ákveða að koma til mín í byrjun desember.. eins gott að þið komið með afmælisgjöf ;). Ég skal þá baka köku ;)
Held einmitt að það sé lítið að gera í skólanum á þessum tíma svo ætti að geta eytt einhverjum tíma með þeim :)
En hvernig velur maður hvaða föt maður á að taka með.. langar að taka þau öll...og 20 kg.. þetta er ekki neitt.... ein pínuínumíni taska...
Samt gaman að kveðja fólk, maður er alltaf í góðum hádegismat eða kvöldmat og hitta alla... sé það að maður ætti að fara mikið oftar út að borða með vinunum.. geðveikt gaman :)
Er einmitt að fara með Helgu og Önnu á indverskan stað núna... búin að fara síðustu tvö kvöld með vinkonunum og frænkunum og svo á morgun í hádeginu ætlar vinnan að kveðja mig... Maður fitnar bara við þetta ;)

Thursday, July 12, 2007

Stutt í þetta

Vá djöfull er tíminn fljótur að líða. Aðeins hvað 16 dagar þar til ég fer út og ég hef ekki gert neitt...
Það eina sem ég er búin að vera að gera síðustu vikurnar er að undirbúa einhvern fyrirlestur sem ég þurfti að halda á ensku á einhverri ráðstefnu... Var að deyja úr stressi. Bara langt síðan ég var svona stressuð... man varla eftir þessu svo stressuð var ég.
En það hafðist... er allavega enn á lífi :) ... og mjög fegin að þetta er búið.
Svo nú á ég bara eftir 2 lítil verkefni í vinnunni og svo bara búið.. :)

Friday, June 22, 2007

Bjúúútífúl Macbook

Þar sem ég er að fara í dýrasta skólann á Bretlandi og dýrasta námið sem ég gat fundið í þeim skóla og í sjálfri London sem er nú alls ekki ódýrasta borgin varð ég bara að halda áfram í skuldapakkanum.
Það er eitthvað við þessa skuldatilfinningu sem gerir það að verkum að ég get bara ekki hætt.. finnst bara svo ótrúlega gaman að skella mér í þvílíkar skuldir ;). Svo ég ákvað að gera enn betur og kaupa mér nýja tölvu. Ég náði að sannfæra sjálfa mig um að ég þyrfti nýja flotta tölvu svo það yrði miklu skemmtilegra að læra þarna úti og þá yrði ég miklu duglegri í dýra náminu mínu.. svo ég keypti mér nýja flotta hvíta bjúúútífúl MacBook. Sjáið bara hvað hún er bjúútífúl.. :D


Kann ekkert á þetta tæki.. (alltaf verið með PC)..varla að kveikja á henni.. og hvað gerir maður svo.. ekki glóru.. ég sit bara og horfi á hvað hún er bjútífúl ;) Þarf svona leiðarvísi Macbook for beginners (for dummies).. hlýtur að vera til einhversstaðar á netinu.. ef ég kemst á netið.. :0

Tuesday, June 19, 2007

Flug og allt pantað

Búin að panta flugið og hótel í 2 vikur á meðan við reynum að finna okkur íbúð. En við förum sem sagt út 28 júlí. Bara eftir að sníkja nokkrar millur úr bankanum og þá er þetta allt komið ;)
En já farin að hlakka soddið mikið til :D þó ég eigi pottþétt eftir að sakna fólks geðveikt mikið eftir nokkrar vikur.. bara allir að fá ser webcam og skype ;)

En já það eru sem sagt 39 dagar í brottför ;)

Saturday, June 2, 2007

London baby london

Í tilefni þess að ég er að fara til London að læra og læra... varð ég nú að setja upp smá blogg svona ef ég hefði frá einhverju áhugaverðu að segja frá... En fer ekki fyrr en í lok júlí... svo... blogga meira þá ;)