Sunday, August 5, 2007

Blessaður Davíð Oddsson

Ok nú er maður komin til London. Eg byrjaði strax í skólanum og vá... miklu meira en ég hélt.. er alveg frá 10 til hálf fimm í skólanum. En það er svo sem bara fínt... veitir ekki af að læra þessa ensku. Þau eru rosalega fín kennararnir og nemendurnir og fylgst rosalega vel með manni.. hvað þarf að bæta og hvernig á bæta það og blablabla..
En við erum að leita að íbúð.. nokkurn vegin búin a finna okkur hverfi sem okkur langar að lifa í :) Og ég loksins komin með breskan bankareikning.. sem var by the way þvílíkt vesen... þessir bretar.. svo við ættum að geta millifært pening frá íslandi og farið að leigja okkur íbúð í þessari eða næstu viku :)
Hverfið sem við erum í núna er frekar óþægilegt finnst mér.. við erum eina hvíta fólkið hérna og alltaf fullt af löggubílahljóðum alla nóttina... og Ingvi sá þvílík slagsmál nokkrum götum neðar klukkan 2 á degi til. Þrír svartir gaurar að ráðast á einn hvítan gaur sem reyndar var með eitthvað prik.. og stóð sig víst bara ágætlega þarna á móti þessum fjölda. Stór tveggja hæða strætó og alles að horfa á um miðjan daginn. En samt gaman að upplifa þetta, reyndar eitt soddið pirrandi tekur mig klukkutíma að komast héðan í skólann.
En já hehehe.. þurfti að hringja til íslands um daginn í konuna sem við erum að leigja hjá og tala smá við hana. Og ég hringdi og maður svarar.. og ég er bara já er Blablabla við og hann bara já bíddu aðeins hún er hérna úti í garði og hann leitar og leitar og er alltaf að segja við mig bíddu aðeins ;). Svo að lokum segir hann heyrðu ég bara finn hana ekki get ég tekið skilaboð. Og ég bara já hérna ég er að hringja út af íbúðinni í London.... og hann bara Ha hún á enga íbúð i London... þetta er eitthvað vitlaust númer... og ég er bara Haa... ó ertu viss.. og hann bara Já þetta er Davíð Oddsson (þaðan kannaðist ég við röddina) og konan mín á enga íbúð í London ég er alveg viss um það... og ég bara úbss.. sorrry.... heheheh eitthvað vitlaust númer.. bæbæ ;)
Svo ég hringdi frá London til Davíð Oddssonar á Íslandi og talaði alveg við hann slatti mikið meðan hann var að leita að konunni sinni. Var með smá vitlaust símanúmer þarna ;) heheheh

En lofa að fara að blogga meira... Erum loksins komin með net í þessa íbúð svo á kvöldin verð ég eflaust eitthvað á msn og skype... ef einhverjir vilja heyra í mér... ;)

bæjó

6 comments:

Anonymous said...

Vááá...Dabbi kallinn og þú bara getting it on ;o)
Úff...hljómar ekki vel svæðið sem þú ert á! Ég yrði hrædd. Það var einmitt svona hverfi rétt hjá mér í Flórída. Löggan alltaf þarna og þvílík slagsmál og mar var skíthræddur við að keyra þarna framhjá. Farðu ekkert án þess að hafa Ingva hjá þér ;oP
En þetta hljómar ógeðslega spennandi hjá þér. Njóttu þess meðan þú getur. Aldrei að vita nema mar heimsækir þig svo þegar þú ert komin í betra hverfi.
Knús og kossar frá klakanum!

Anonymous said...

hæ skvís:) gaman að fá fréttir af ykkur! það er samt spurning hvort það sé hættulegra þarna heldur en á íslandi, ekkert nema morð, slys bitin eyru og slagsmál, þarf að hafa á sér piparsprey;) gangi ykkur ótrúlega vel, bara spennandi hjá ykkur! verst að það er ekki hægt að hafa síxx hitting á kvöldin lengur.. tel niður;) kossar og knús frá Frú Kristínu....heheh

Unknown said...

Ahahahaha, einmitt svona bloggfærsla sem við vorum að tala um.. fyndin, eins og þú;)
En jáms misssss u gellz:(
Dóra biður að heilsa.
Haltu áfram að vera fyndin :)
1000 kossar til ykkar beggja og fariði nú varlega dúllurassar:* mæli líka með að kaupa sér meik nr. 10 eða fara mjög oft í ljós.... eða fara í súkkulaðibað áður en þið farið út..þá geti þið blendað inn ;) whigga´s

XXXX íris og dóra

Karen Lundúnarstelpa said...

Vá gaman að heyra í öllum. En já þetta er svaka stuð... gaman að sjá alla þessa menningarheima hérna rekast á hvorn annan ;) en knús og kossar til baka :x :x :x

Berglind said...

hahahahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið með davíð oddsson!

Unknown said...

úú bara sizzling hjá kareni og davíði oddssyni =/ :P

we miss you darling...we can't live without you :( djóóók

en hlakka til að koma að heimsækja þig (einhvern tímann =/ ) og VERSLA! :P heyrumst ;**