Wednesday, November 7, 2007

Lion King VÁÁÁÁ!!!!!

Við fórum á lion king í gær... og vá.. þetta er það flottasta sem ég hef séð. Vorum frekar nálægt sviðinu svo sáum allt... vorum eitthvað á 4 eða 5 bekk ;), fékk góðan stúdentaafslátt fyrir mig ;). En vá manni leið eins og maður væri kominn inn í frumskóg.. og alla sýninguna var ég ok hvernig ætli þeir geri þetta atriði... og þeir gerðu það alltaf miklu flottara en ég hefði nokkurn tímann geta ímyndað mér... bara allir sem fara til london eða new york.. bara skylda að fara á þetta... er enn í vímu ;)

but must study... see ya

Sunday, November 4, 2007

Hnetubrjóturinn

Var að panta miða á hnetubrjótinn 19 des í London Coliseum. Svo við erum að fara á ballett ;) hehe held það verði soddið gaman. Erum í miðsvölunum og frekar aftarlega ;) en bara tek kíki með mér ;).

Fór svo í dag í Japan Center og keypti fullt af japönskum mat. Var að leita að ákveðnum sósum og kryddum til að geta gert eins og var gert á japanska veitingastaðnum mínum. Var búin að skrifa allt á voða flottan miða og svona... en neinnei auddað allt á japönsku þarna, allar merkingar og allt.. ég skildi ekki neitt. Fann svona sitt og hvað því mundi hvernig leit út og svona.. og svo þurfti Ingvi að spurja um afganginn því ég skammaðist mín eitthvað svo að gera það ;)
En bjuggum til Tonpei Yaki í kvöld... sem tókst bara ógeðslega vel :D

Og já svo skeði sá merkilegi atburður í dag að ég fór inn í búðina mína hérna á horninu :D Pixie moon.. :D og hún er ógeðslega flott.

Alone again

Jæja nú var fjölskyldan hjá mér í viku.. eða siggi og mamma voru í viku en berglind og steinunn bara í 3 daga. Komu þau ekki með fullt af góðgæti frá íslandi... til dæmis íslenskan lakkrís... en hans sakna ég ekkert smá mikið. Siggi og mamma bara algjörar hetjur... fóru bara út um allt að skoða (ég var með smá áhyggjur að þau myndu tínast hérna í london) og ég kíkti svo alltaf á þau þegar búin í skólanum. Við hoppuðum til dæmis inn á brautarpall 9 3/4 í kings kross til að komast í Hogwart skólann ;)
En það er alveg fáránlegt að þegar maður býr á staðnum þá einhvernveginn fer maður aldrei að skoða neitt.... bara ææ kíki á þetta safn seinna. Siggi og Mamma skoðuðu á þessum dögum sem þau voru hérna miklu meira en ég hef skoðað á þremur mánuðum. Verð að fara að koma mér út um helgar og kíkja á einhver söfn and so on.
En lærdómurinn safnaðist nú aðeins upp þessa viku svo ég er að reyna að vera dugleg í dag og læra :(.

Svo eftir tvær vikur fer ég til Brighton með skólanum sem vonandi verður gaman :D

Smá fréttir svo af heiman... hún Tinna mín er búin að eignast drenginn sinn.. sem er ekkert smá mikil krúsidúlla... Til hamingju Tinna og Bjarka :D