Saturday, March 22, 2008

Attack of the spider!!!

Ég sat í makindum mínum í fyrradag í stóra flotta sófanum mínum.. (ehmm). En já sé ég þá ekki eitthvað hreyfast á buxunum mínum. Er það ekki þessi ótrúlega ógeðslega loðna kónguló með klær!!!! að skríða á mér. Ég öskra á Ingva bara " TAKTU HANA" nokkrum sinnum. Tekur Ingva alveg nokkrar sek að átta sig á því hvað er að ske. Hann reynir eitthvað að taka hana með pappír en þá tekur bara þessi ógeðslega kónguló á rás.. og þá bara flippa ég.. get ekki setið lengur kyrr með þennan viðbjóð á buxunum mínum. Svo ég tek þennan góða dans (mjög svipaður dans og Steinunn tók fyrir ári síðan þegar kóngulóin var á bolnum hennar) í nokkrar mín þar til Ingvi finnur kóngulóna á gólfinu. Er enn með hroll og sé kóngulær allstaðar... svona loðnar með KLÆR.... OMG þetta var ekki skemmtileg lífsreynsla. Ég er samt að reyna að taka Fríðu frænku á þetta og hugsa um að þær séu nú ekki svo slæmar, þær halda öðrum jafnvel verri skordýrum úti.. en samt úfff... þegar þetta fer að skríða á manni.

En annars er ég bara núna að bíða eftir pakka að heiman, með páskaeggi í og vonandi smá lakkrís ;)

p.s. búin að skrifa um 2000 orð í ritgerðinni minni ;) 1/4 búinn ;)