Thursday, July 31, 2008

Er að fara að koma heim :)

Kem heim 30 ágúst klukkan 15:00 svo þið getið farið að undirbúa allar komuveislurnar fyrir mig

Tuesday, July 8, 2008

I´m FREEEE :)

Fyrir þá sem hafa ekki fengið öskrandi símhringinu um að ég náði LSE og það með bara mjög góðum einkunum... en já þá náði ég LSE... ÓGEÐSLEGA ÁNÆGÐ :)
Ég er sem sagt frjáls frá LSE :)

En ég og Ingvi fórum í road trip um helgina...og þar sem það er mánuður í að sumir verði 25 ára var ákveðið að láta fröken Karen keyra hérna í vinstri umferðinni á Bretlandi. Þetta gekk svo sem ágætlega og ég var orðin mjög góð á þriðja degi... en fyrst þurfti ég auðvitað að gera öll mistök sem hægt er að gera... keyra inn einu sinni vitlausu megin á götuna (sem betur fer var enginn bíll.. bara öskrandi Ingvi sem lét mig vita af því), vinstra framhornið á bílnum var í mikilli hættu allan tímann og svo var ég næstum búin að keyra niður einn hest úti á landi ;)
Plús við fengum ekki GPS tæki svo það var brunað og keypt stór A5 blaða vegabók og hún notuð um allt mitt Bretland. En þetta var mjög gaman, keyptum okkur tjald og tjölduðum rétt hjá Warwick og Stratford upon Avon og skoðuðum Warwick kastala og sáum arnarsýningu sem var frábær, skoðum svo allt í kringum Shakespear í Startford en þar fæddist hann og fórum á þennan geðveika fiðrildabúgarð með þessum Huge fiðrildum sem settust á mann.
En þvílíkt frelsi að hafa bíl.. búin að sakna þess mikið og held að allar næstu helgar verði leigður bíll og farið eitthvað út fyrir London. Maður er komin með smá ógeð á að vera hérna.. og mjög æðislegt að fara út á land í sveitalífið ;)
Set inn hérna nokkrar myndir af ferðinni okkar




En sé ykkur öll í ágúst
bæjó
Karen