Tuesday, August 28, 2007

Flutt inn

Jæja loksins flutt inn... þótt við höfum þennan ömurlega landlord reynum við bara ekki að hugsa um það. Keyptum geðveikt ódýra skápa í svefnherbergið með óbrjótanlegum hliðum (þar sem þær eru úr efni) ;) en kemur samt bara ágætlega út... skal senda myndir um leið og ég kem mér upp myndasíðu ;)
Netið kemur eflaust eftir svona 2 vikur svo þá fer ég að geta bloggað meira, sett inn myndir og spjallað meira á skype.

Eg þarf svo að læra af reynslunni hérna í London... sumir hlutir sem ég geri hérna eru rosalegir. tók vitlausan strætó um daginn og endaði í south kengsington og lengra en það á einhverjum kings road þar sem voru allar Gucci og fínu búðirnar og ég bara woww.. er þetta svona nálægt mér.. neinei ég komin hinum megin í borgina tók mig um klukkutíma að komast til baka.. Undergroundið er miklu léttara.. ómögulegt að villast þar ;).. svo tekst mér að klúðra hinum ýmsu hlutum... ótrúleg í þessu en geri samt bara mistökin einu sinni... ;););) reyni allavega að segja sjálfri mér það

En já síðasta vikan í enskuskólanum og svo byrjar alvaran 10 sept... fæ viku í frí en held ég verði nú bara að læra þá... verð að fara að kíkja á þetta efni sem ég á að fara´i próf í í lok sept.. en jæja verð að þjóta

see ya

Monday, August 20, 2007

Hversu mikið vesen getur það verið að fá íbúð

ok vó.. aldrei lent í öðru eins... en við áttum að flytja í íbúðina okkur síðasta laugardag. Mættum og íbúðin var tóm.. en kallinn ætlaði að vera löngu búinn að koma með húsgöng. Svo við fórum til baka alveg brjáluð á leigumiðlunina og þau búin að vera að vesenast í þessu fyrir okkur en vonandi getum við flutt inn á miðvikudaginn.... En já þessi breti... ótrúlegur.... ekkert tímaskyn.. og þeir sem þekkja mig er ég mjög tímalega alltaf... svo þetta fer ótrúlega í taugarnar á mér..
En er með 45 fermetra íbúð... svo stór og góð stofa til að koma í heimsókn og gista í hjá mér... Bara allir velkomnir sem koma vilja :D:D:D:D lofa samt ekki góðum kvöldmat í hvert mál því ég kann ekkert að elda. Fengum samt bók sem er svona eldamennska 101 svo kannski fer ég að læra eitthvað á næstu vikum :)
En já blogga aftur þegar þetta íbúðavesen er búið... þá verða þetta eflaust aðeins glaðlegri blogg...;)
+ er búin að finna svo mikið af geggjuðum verslunum.. vá... man varla hvar helmingurinn er... þarf að taka penna og blað með mér og skrifa niður um leið og sé kúl verslun ;)

en see ya

Wednesday, August 8, 2007

Draumíbúðin.. hmmm?

Fann mér pínuoggpínponsu en ótrúlega sæta íbúð sem ég ætla að bjóða í á morgun.. gá hvort ég fæ hana... fínu hverfi og alles...

Fáið framhald næstu daga hvort ég fæ hana... ;)

spennandi... daadarAdAA ;) framhald í næsta þætti

;)

Sunday, August 5, 2007

Blessaður Davíð Oddsson

Ok nú er maður komin til London. Eg byrjaði strax í skólanum og vá... miklu meira en ég hélt.. er alveg frá 10 til hálf fimm í skólanum. En það er svo sem bara fínt... veitir ekki af að læra þessa ensku. Þau eru rosalega fín kennararnir og nemendurnir og fylgst rosalega vel með manni.. hvað þarf að bæta og hvernig á bæta það og blablabla..
En við erum að leita að íbúð.. nokkurn vegin búin a finna okkur hverfi sem okkur langar að lifa í :) Og ég loksins komin með breskan bankareikning.. sem var by the way þvílíkt vesen... þessir bretar.. svo við ættum að geta millifært pening frá íslandi og farið að leigja okkur íbúð í þessari eða næstu viku :)
Hverfið sem við erum í núna er frekar óþægilegt finnst mér.. við erum eina hvíta fólkið hérna og alltaf fullt af löggubílahljóðum alla nóttina... og Ingvi sá þvílík slagsmál nokkrum götum neðar klukkan 2 á degi til. Þrír svartir gaurar að ráðast á einn hvítan gaur sem reyndar var með eitthvað prik.. og stóð sig víst bara ágætlega þarna á móti þessum fjölda. Stór tveggja hæða strætó og alles að horfa á um miðjan daginn. En samt gaman að upplifa þetta, reyndar eitt soddið pirrandi tekur mig klukkutíma að komast héðan í skólann.
En já hehehe.. þurfti að hringja til íslands um daginn í konuna sem við erum að leigja hjá og tala smá við hana. Og ég hringdi og maður svarar.. og ég er bara já er Blablabla við og hann bara já bíddu aðeins hún er hérna úti í garði og hann leitar og leitar og er alltaf að segja við mig bíddu aðeins ;). Svo að lokum segir hann heyrðu ég bara finn hana ekki get ég tekið skilaboð. Og ég bara já hérna ég er að hringja út af íbúðinni í London.... og hann bara Ha hún á enga íbúð i London... þetta er eitthvað vitlaust númer... og ég er bara Haa... ó ertu viss.. og hann bara Já þetta er Davíð Oddsson (þaðan kannaðist ég við röddina) og konan mín á enga íbúð í London ég er alveg viss um það... og ég bara úbss.. sorrry.... heheheh eitthvað vitlaust númer.. bæbæ ;)
Svo ég hringdi frá London til Davíð Oddssonar á Íslandi og talaði alveg við hann slatti mikið meðan hann var að leita að konunni sinni. Var með smá vitlaust símanúmer þarna ;) heheheh

En lofa að fara að blogga meira... Erum loksins komin með net í þessa íbúð svo á kvöldin verð ég eflaust eitthvað á msn og skype... ef einhverjir vilja heyra í mér... ;)

bæjó