Monday, August 20, 2007

Hversu mikið vesen getur það verið að fá íbúð

ok vó.. aldrei lent í öðru eins... en við áttum að flytja í íbúðina okkur síðasta laugardag. Mættum og íbúðin var tóm.. en kallinn ætlaði að vera löngu búinn að koma með húsgöng. Svo við fórum til baka alveg brjáluð á leigumiðlunina og þau búin að vera að vesenast í þessu fyrir okkur en vonandi getum við flutt inn á miðvikudaginn.... En já þessi breti... ótrúlegur.... ekkert tímaskyn.. og þeir sem þekkja mig er ég mjög tímalega alltaf... svo þetta fer ótrúlega í taugarnar á mér..
En er með 45 fermetra íbúð... svo stór og góð stofa til að koma í heimsókn og gista í hjá mér... Bara allir velkomnir sem koma vilja :D:D:D:D lofa samt ekki góðum kvöldmat í hvert mál því ég kann ekkert að elda. Fengum samt bók sem er svona eldamennska 101 svo kannski fer ég að læra eitthvað á næstu vikum :)
En já blogga aftur þegar þetta íbúðavesen er búið... þá verða þetta eflaust aðeins glaðlegri blogg...;)
+ er búin að finna svo mikið af geggjuðum verslunum.. vá... man varla hvar helmingurinn er... þarf að taka penna og blað með mér og skrifa niður um leið og sé kúl verslun ;)

en see ya

8 comments:

Anonymous said...

Það er mikið að maður heyri í þér ;o)
En ekki gaman að heyra að íbúðin er ekki með neinum húsgögnum :o(
En aldrei að vita hvort mar taki ekki bara express og heimsæki þig!
Gangi þér vel með allt braskið!

Anonymous said...

iss það þarf engin húsgögn hvaða hvaða :) Bara skáp fyrir öll flottu fötin og jú ísskáp fyrir öllarann =)
... og jú sófa, dínu eða eitthvað fyrir mig þegar ég kem í heimsókn híhí

Berglind said...

ÉG hlakka ógeðslega til að sjá íbúðina

Anonymous said...

Við VERÐUM að hafa frænkuhitting eftir áramót:) komum bara með dýnur og stóla með okkur;)hehhe... það verður alltaf eitthvað að klikka svona fyrst (húsgögn) til að byrja með, bara gaman eftir á þegar það er búið að redda hlutunum! svo veistu að ef ykkur leiðist svakalega úti og ekkert að gera er alltaf hægt að búa til einn leikfélaga handa ísak þór......hehheh.......smá bögg í gangi.. gangi ykkur rosa vel og drekkið nokkra kalda fyrir mig;) kiss kiss stína frænka

Unknown said...

hahahhahahhahah góð kristín ;) yeah! (Y)

Berglind said...

ég er byrjuð að safna fyrir frænkuferð...

Karen Lundúnarstelpa said...

Já kúl... fullt af plássi fyrir frænkurnar.. byrjuð að fylla ísskápin af bjór fyrir ykkur ;)

Karen Lundúnarstelpa said...

Og helga auddað redda ég lúxus dýnu og lúxus dúnsæng handa þér :D