Friday, September 21, 2007

Madness

Ég er komin í madness fékk svo að heyra í dag að eftir 4 okt þá verði sko MADNESS..... að þetta væri bara létt og þægilegt núna :o ekki það að þetta er ekkert erfitt bara MJÖG langir dagar.. þarf að læra allavega 24 tíma á dag og frekar mikið að fara yfir... svo já MADNESS....

úffff ætli ég verði ekki bara að fara að sofa svo ég geti nú lært í 24 tíma á morgun þar sem það er svo SKEMMTILEGT... hlakka ekkert smá til

over and out

Sunday, September 16, 2007

Bakstur og kökukefli

Mér finnst maturinn svo ekki góður hérna... svo ég ákvað að fara að baka... byrjaði bara létt á lummum... sem voru mjög góðar. Svo lét eg þau heima senda mér hrærivél sem ég fékk einhverntímann og hef aldrei notað ;) og byrjaði að gera snúða og brauðbollur. Nema mig vantaði eitt.. kökukefli til að geta flatt út snúðana. Og ég er að tala við mömmu í símann og biðja hana um að senda mér uppskriftirnar þegar hún kemur með þessa brilliant hugmynd að nota bara einhverja flösku eins og hvítvínsflösku til að nota þangað til ég fæ kökukefli. Ég átti eina hvítvínsflösku inn í skáp.. svona hræódýr með skrútappa... svo mar var náttúrulega bara að byrja að drekka hvítvínsflöskuna. Svo ég og Ingvi elduðum okkur mat og byrjuðum á þessu. Svo þvæ ég og fylli hvítvínsflöskuna af vatni til að gera hana smá þunga og set skrútappan á og byrja að fletja út... og viti menn þetta er bara besta kökukefli sem ég hef á ævinni prufað ;) Bara tré, marmara, tupperware og öll hin kökukeflin sem ég hef prufað bara hnuss.... hvítvínsflaskann bara langbest ;) Og snúðarnir heppnuðust bara mjög vel ;)

Wednesday, September 5, 2007

íbúðin mín





Ég ætla að láta smá myndir af íbúðinni... er að reyna að læra stærfræði núna... fékk smá reality sjokk í gær.. ekkert smá mikið sem ég þarf að fara yfir og ég þarf að ná þessum prófum í lok sept... orðin smá kvíðin... en jæja.. bara læra meira.. held ég
En loksins komin með netið...
Fór í gær á æðislegan japanskan veitingastað.. og ekki sushi stað heldur svona öðruvísi japanskur matur.. geðveikt góður og þeir elduðu allt fyrir framan mann ætla pottþétt þangað aftur ;)