Wednesday, July 25, 2007

3 dagar í þetta

Vá við erum ekkert að skilja að við erum að fara út.... eða allavega ekki ég.. Ingvi er nú eiginlega búinn að pakka öllu niður.. ég er enn bara að fara á kaffihús og kveðja alla.. varla byrjuð að pæla í því sem ég ætla að taka með út.... finnst þetta eitthvað mjög óraunverulegt.
En gaman gaman Helga, Kata og Gummi eru búin að ákveða að koma til mín í byrjun desember.. eins gott að þið komið með afmælisgjöf ;). Ég skal þá baka köku ;)
Held einmitt að það sé lítið að gera í skólanum á þessum tíma svo ætti að geta eytt einhverjum tíma með þeim :)
En hvernig velur maður hvaða föt maður á að taka með.. langar að taka þau öll...og 20 kg.. þetta er ekki neitt.... ein pínuínumíni taska...
Samt gaman að kveðja fólk, maður er alltaf í góðum hádegismat eða kvöldmat og hitta alla... sé það að maður ætti að fara mikið oftar út að borða með vinunum.. geðveikt gaman :)
Er einmitt að fara með Helgu og Önnu á indverskan stað núna... búin að fara síðustu tvö kvöld með vinkonunum og frænkunum og svo á morgun í hádeginu ætlar vinnan að kveðja mig... Maður fitnar bara við þetta ;)

Thursday, July 12, 2007

Stutt í þetta

Vá djöfull er tíminn fljótur að líða. Aðeins hvað 16 dagar þar til ég fer út og ég hef ekki gert neitt...
Það eina sem ég er búin að vera að gera síðustu vikurnar er að undirbúa einhvern fyrirlestur sem ég þurfti að halda á ensku á einhverri ráðstefnu... Var að deyja úr stressi. Bara langt síðan ég var svona stressuð... man varla eftir þessu svo stressuð var ég.
En það hafðist... er allavega enn á lífi :) ... og mjög fegin að þetta er búið.
Svo nú á ég bara eftir 2 lítil verkefni í vinnunni og svo bara búið.. :)