Friday, June 22, 2007

Bjúúútífúl Macbook

Þar sem ég er að fara í dýrasta skólann á Bretlandi og dýrasta námið sem ég gat fundið í þeim skóla og í sjálfri London sem er nú alls ekki ódýrasta borgin varð ég bara að halda áfram í skuldapakkanum.
Það er eitthvað við þessa skuldatilfinningu sem gerir það að verkum að ég get bara ekki hætt.. finnst bara svo ótrúlega gaman að skella mér í þvílíkar skuldir ;). Svo ég ákvað að gera enn betur og kaupa mér nýja tölvu. Ég náði að sannfæra sjálfa mig um að ég þyrfti nýja flotta tölvu svo það yrði miklu skemmtilegra að læra þarna úti og þá yrði ég miklu duglegri í dýra náminu mínu.. svo ég keypti mér nýja flotta hvíta bjúúútífúl MacBook. Sjáið bara hvað hún er bjúútífúl.. :D


Kann ekkert á þetta tæki.. (alltaf verið með PC)..varla að kveikja á henni.. og hvað gerir maður svo.. ekki glóru.. ég sit bara og horfi á hvað hún er bjútífúl ;) Þarf svona leiðarvísi Macbook for beginners (for dummies).. hlýtur að vera til einhversstaðar á netinu.. ef ég kemst á netið.. :0

Tuesday, June 19, 2007

Flug og allt pantað

Búin að panta flugið og hótel í 2 vikur á meðan við reynum að finna okkur íbúð. En við förum sem sagt út 28 júlí. Bara eftir að sníkja nokkrar millur úr bankanum og þá er þetta allt komið ;)
En já farin að hlakka soddið mikið til :D þó ég eigi pottþétt eftir að sakna fólks geðveikt mikið eftir nokkrar vikur.. bara allir að fá ser webcam og skype ;)

En já það eru sem sagt 39 dagar í brottför ;)

Saturday, June 2, 2007

London baby london

Í tilefni þess að ég er að fara til London að læra og læra... varð ég nú að setja upp smá blogg svona ef ég hefði frá einhverju áhugaverðu að segja frá... En fer ekki fyrr en í lok júlí... svo... blogga meira þá ;)