Friday, June 22, 2007

Bjúúútífúl Macbook

Þar sem ég er að fara í dýrasta skólann á Bretlandi og dýrasta námið sem ég gat fundið í þeim skóla og í sjálfri London sem er nú alls ekki ódýrasta borgin varð ég bara að halda áfram í skuldapakkanum.
Það er eitthvað við þessa skuldatilfinningu sem gerir það að verkum að ég get bara ekki hætt.. finnst bara svo ótrúlega gaman að skella mér í þvílíkar skuldir ;). Svo ég ákvað að gera enn betur og kaupa mér nýja tölvu. Ég náði að sannfæra sjálfa mig um að ég þyrfti nýja flotta tölvu svo það yrði miklu skemmtilegra að læra þarna úti og þá yrði ég miklu duglegri í dýra náminu mínu.. svo ég keypti mér nýja flotta hvíta bjúúútífúl MacBook. Sjáið bara hvað hún er bjúútífúl.. :D


Kann ekkert á þetta tæki.. (alltaf verið með PC)..varla að kveikja á henni.. og hvað gerir maður svo.. ekki glóru.. ég sit bara og horfi á hvað hún er bjútífúl ;) Þarf svona leiðarvísi Macbook for beginners (for dummies).. hlýtur að vera til einhversstaðar á netinu.. ef ég kemst á netið.. :0

7 comments:

Anonymous said...

bjútíbjútíbjúúúútífúl :)
Vona að þú komist á netið svo þú getir talað við mig á skype... eins gott fyrir þig góða mín annars kemur vondi kallinn með gömlu PC tölvuna þína og lætur mig fá macbookina :þ

Berglind said...

ég myndi bara horfa á hana að eilífu... dreymin á svip

Berglind said...

Hei það er einhver í Ástralíu búinn að kíkja á bloggið þitt ;)

Karen Lundúnarstelpa said...

úúú
hver ætli það sé :)

Anonymous said...

Hehe....þú ert svo mikill töffari!!!
Mig dreymir um að koma og heimsækja þig í dýra fína skólann þinn!! Kannski mar láti drauminn rætast ;o)

Berglind said...

OG í Afríku...!!!

Anonymous said...

Ertu búin að tala við HT um að setja gretl inn þig á nýja Macann... hi hi