Tuesday, August 28, 2007

Flutt inn

Jæja loksins flutt inn... þótt við höfum þennan ömurlega landlord reynum við bara ekki að hugsa um það. Keyptum geðveikt ódýra skápa í svefnherbergið með óbrjótanlegum hliðum (þar sem þær eru úr efni) ;) en kemur samt bara ágætlega út... skal senda myndir um leið og ég kem mér upp myndasíðu ;)
Netið kemur eflaust eftir svona 2 vikur svo þá fer ég að geta bloggað meira, sett inn myndir og spjallað meira á skype.

Eg þarf svo að læra af reynslunni hérna í London... sumir hlutir sem ég geri hérna eru rosalegir. tók vitlausan strætó um daginn og endaði í south kengsington og lengra en það á einhverjum kings road þar sem voru allar Gucci og fínu búðirnar og ég bara woww.. er þetta svona nálægt mér.. neinei ég komin hinum megin í borgina tók mig um klukkutíma að komast til baka.. Undergroundið er miklu léttara.. ómögulegt að villast þar ;).. svo tekst mér að klúðra hinum ýmsu hlutum... ótrúleg í þessu en geri samt bara mistökin einu sinni... ;););) reyni allavega að segja sjálfri mér það

En já síðasta vikan í enskuskólanum og svo byrjar alvaran 10 sept... fæ viku í frí en held ég verði nú bara að læra þá... verð að fara að kíkja á þetta efni sem ég á að fara´i próf í í lok sept.. en jæja verð að þjóta

see ya

4 comments:

Berglind said...

hei vá... síðasta vikan í enskuskólanum? ég hélt þetta væru 2 mánuðir. Vá alvaran er bara að fara að byrja

Unknown said...

úúú...hey þú getur þá troðið eins miklu inn í fataskápinn víst það eru ekki harðar hurðar ;) hehe :P
en hlakka til að heyra meira í þér og kannski sjá þig ;D
heyrumst/sjáumst =}

Berglind said...

hei nú hefurðu enga afsökun, nú ertu komin með netið.

eitt: fáðu þér picasaweb.google.com myndasíðu og downloadaðu picasa forritinu. Besta myndasíðan

Anonymous said...

sammála berglindi! :)