Sunday, November 4, 2007

Alone again

Jæja nú var fjölskyldan hjá mér í viku.. eða siggi og mamma voru í viku en berglind og steinunn bara í 3 daga. Komu þau ekki með fullt af góðgæti frá íslandi... til dæmis íslenskan lakkrís... en hans sakna ég ekkert smá mikið. Siggi og mamma bara algjörar hetjur... fóru bara út um allt að skoða (ég var með smá áhyggjur að þau myndu tínast hérna í london) og ég kíkti svo alltaf á þau þegar búin í skólanum. Við hoppuðum til dæmis inn á brautarpall 9 3/4 í kings kross til að komast í Hogwart skólann ;)
En það er alveg fáránlegt að þegar maður býr á staðnum þá einhvernveginn fer maður aldrei að skoða neitt.... bara ææ kíki á þetta safn seinna. Siggi og Mamma skoðuðu á þessum dögum sem þau voru hérna miklu meira en ég hef skoðað á þremur mánuðum. Verð að fara að koma mér út um helgar og kíkja á einhver söfn and so on.
En lærdómurinn safnaðist nú aðeins upp þessa viku svo ég er að reyna að vera dugleg í dag og læra :(.

Svo eftir tvær vikur fer ég til Brighton með skólanum sem vonandi verður gaman :D

Smá fréttir svo af heiman... hún Tinna mín er búin að eignast drenginn sinn.. sem er ekkert smá mikil krúsidúlla... Til hamingju Tinna og Bjarka :D

2 comments:

Unknown said...

flott blogg beibh ! :P

Karen Lundúnarstelpa said...

já æææ.. eitthvað svo komin úr æfingu að gera þetta ;)