Það er eitthvað við þessa skuldatilfinningu sem gerir það að verkum að ég get bara ekki hætt.. finnst bara svo ótrúlega gaman að skella mér í þvílíkar skuldir ;). Svo ég ákvað að gera enn betur og kaupa mér nýja tölvu. Ég náði að sannfæra sjálfa mig um að ég þyrfti nýja flotta tölvu svo það yrði miklu skemmtilegra að læra þarna úti og þá yrði ég miklu duglegri í dýra náminu mínu.. svo ég keypti mér nýja flotta hvíta bjúúútífúl MacBook. Sjáið bara hvað hún er bjúútífúl.. :D
