Monday, October 8, 2007

Vikurfrí :)

Búin að vera í vikufríi.. sem var frekar nice eftir þriggja vikna brjálæði. Íris og Dóra kíktu til okkar í viku og fóru í morgun :(. Var geðveikt gaman að fá þær... einhvern frá íslandi... kunnugleg andlit... engir tungumálaörðugleikir.. ;) bara mjög auðvelt að skilja þær og tala við þær hehe
En við kiktum á Tate modern safnið sem er svona nútíma listasafn.. og það var ótrúlega flott.. var líka svona sæt 8 metra kónguló fyrir utan safnið sem verður þar næstu vikurnar. Svo var kíkt í bæinn.. og labbað og labbað og labbað ;) og kítkum smá út á lífið... í soho :o
Ég fékk svo úr prófunum mínum í gær.. var geðveikt stressuð ætlaði ekki að þora að kíkja á þetta.... en mér gekk bara vel, bara mjög vel :D var ógó ánægð með það.. smá svona orku/egó púst sem mar fær fyrir framhaldið ;)
Svo eru bara 20 dagar í familiíuna ;)
Fann einmitt geðveikt stóran skemmtigarð rétt fyrir utan London sem ég siggi og Ingvi kíkjum kannski á meðan stelpurnar fara að versa ;)

10 comments:

Unknown said...

mig langar í skemmtigarð :O


eeeen ég get kannski sleppt því fyrir að VERSLA oooog VERSLA :P

hósthóst það eru 19 dagar í okkur brjálæðingaana :P

Anonymous said...

Hæ elsku rúsínurasinn minn. Varð allt í einu voðalega hugsað til þín (lá andvaka í rúminu). Var einhvern vegin ekki að trúa á að hugskeyti myndi duga svo ég ákvað að opna bara tölvuna og senda þér kveðju og rembingskoss!

*rembingskoss í gegnum netið*
Ragga

Berglind said...

Mig langar líka í skemmtigarð...!!!

eeeen get sennilega líka sleppt því fyrir að versla VERSLA VERSLA VERSLA...
Shit steinunn hvað við eigum eftir að eiga mikið af fallegum flíkum...

Berglind said...

En þú ert snillingur Karen... brillerar hér á litla íslandi og líka úti í hinum stóra heimi... :)

Anonymous said...

ertu týnd í netheimum elskan? ég er að fara að panta mér ferð til þín en vantar að fá hjá þér staðfestingu hvort dagsetningarnar séu ok :)
Svona nú, komdu online ;)

Anonymous said...

Hæ Beib,
Mig langar líka í skemmtigarð. gerum það þegar við komum næst:)
But anywhos, bara að segja hæ og takk fyrir að hýsa okkur og elda fyrir okkur lummur og svona:D ég þarf svo að fara að prufa að búa þær til hérna i milano, athuga hvort þær smakkist öðruvísi:)
kv. Díris ;)

Unknown said...

bara 10 dagar í mig!!!!!!!!!!!!!

Anonymous said...

Hey gella!!
Frábært að heyra að þér gekk vel í prófunum ;o)
Þú ert svo mikill proffi.....hehe
Það eru tvær nýjar fréttir af mér. Í fyrsta lagi þá stefnir allt í það að ég sé að byrja í dýrahjúkrun eftir áramót. Fæ námið frítt og styrk frá vinnuveitendunum fyrir flugfari og room and board úti í Jótlandi. Og er á FULLUM launum á meðan. En annars fer mest allt námið fram á dýralæknastofunni. Skrepp bara 10 vikur út á árinu.
Svo í öðru lagi....þá var ég að fá mér nýjan hund!!! Já, þú heyrðir rétt! Þá er ég komin með 4 hunda!
Ég fékk mér systur Töru. Sömu foreldrar og allt. Hún heitir Mirra og allt gengur æðislega vel með hana. Þú getur séð myndir á: http://dyraland.is/dyr/53137
En annars.....skemmtu þér ógeðslega vel í fríinu. Knús frá Lilju ;o)

Anonymous said...

Heyrðu elskan, reyndu nú að standa þig eins vel í að blogga og í prófunum ;) ... þú er nefnilega undir meðallagi í blogginu ;).
Hafðu það gott skvís ... heyrumst fljótlega.
knús og kram
Fjóla

Anonymous said...

kona! farðu að gefa update! öss þú ert verri en ég í þessu!
miss you hun
luv Tinna