Sunday, September 16, 2007

Bakstur og kökukefli

Mér finnst maturinn svo ekki góður hérna... svo ég ákvað að fara að baka... byrjaði bara létt á lummum... sem voru mjög góðar. Svo lét eg þau heima senda mér hrærivél sem ég fékk einhverntímann og hef aldrei notað ;) og byrjaði að gera snúða og brauðbollur. Nema mig vantaði eitt.. kökukefli til að geta flatt út snúðana. Og ég er að tala við mömmu í símann og biðja hana um að senda mér uppskriftirnar þegar hún kemur með þessa brilliant hugmynd að nota bara einhverja flösku eins og hvítvínsflösku til að nota þangað til ég fæ kökukefli. Ég átti eina hvítvínsflösku inn í skáp.. svona hræódýr með skrútappa... svo mar var náttúrulega bara að byrja að drekka hvítvínsflöskuna. Svo ég og Ingvi elduðum okkur mat og byrjuðum á þessu. Svo þvæ ég og fylli hvítvínsflöskuna af vatni til að gera hana smá þunga og set skrútappan á og byrja að fletja út... og viti menn þetta er bara besta kökukefli sem ég hef á ævinni prufað ;) Bara tré, marmara, tupperware og öll hin kökukeflin sem ég hef prufað bara hnuss.... hvítvínsflaskann bara langbest ;) Og snúðarnir heppnuðust bara mjög vel ;)

7 comments:

Anonymous said...

Er ekki núna spurning að finna út hvaða flaska er best til að nota... fínt að þurfa að smakka (og klára) margar tegundir af víni rétt fyrir bakstur =) Kv. Ragna Karen

Berglind said...

þú hefðir nú alveg getað flatt út með hvítvínið í flöskunni...
en samt góð afsökun fyrir að drekka hana haha :)

Berglind said...

ps. maður kemst alltaf betur og betur að því hvað mömmur eru gáfaðar

Karen Lundúnarstelpa said...

hehe true

Berglind said...

Ég er að fara til London! jei... ef ég fæ frí það er að segja

Berglind said...

þarf maður sjálfur að koma með útilegudót til að sofa á?

Karen Lundúnarstelpa said...

hehehehe ja varei fint ef thu gaetir komid med primusinn og pottana :)

En frabart.. kemurdu tha med sigga og mommu tharna 27 okt... + held bara ad arsenal og mancester leikur se a thessum tima og eiginlega omugulegt ad fa mida a hann...